Hamarsmenn stigalausir á botninum

Hamar hefur ekki enn unnið leik í 3. deild karla í knattspyrnu en í dag tapaði liðið 1-0 gegn Einherja þegar liðin mættust á Vopnafirði.

Eina mark leiksins kom í fyrri hálfleik og komu Hamarsmenn því stigalausir úr norðanför sinni, en þeir töpuðu fyrir Magna á Grenivík á föstudagskvöld.

Hamar hefur nú leikið sex leiki í deildinni án þess að ná í stig og situr liðið í 10. sæti. KFR er í 9. sæti með 3 stig en á tvo leiki til góða á Hamar.

Næsti leikur Hamars er í 16- liða úrslitum bikarkeppninnar á útivelli á fimmtudaginn kl. 20 gegn úrvalsdeildarliði Keflavíkur.

Fyrri greinGuðný er „Eldhugi Árborgar 2014“
Næsta greinBananakökur