Hamarsmenn steinlágu á heimavelli

Franck Kamgain var stigahæstur Hvergerðinga. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar tók á móti Haukum í 1. deild karla í körfubolta í Frystikistunni í Hveragerði í kvöld. Haukar unnu öruggan sigur, 61-104.

Jafnræði var með liðunum fram í 2. leikhluta en þegar á hann leið juku Haukar forskotið hratt og leiddu 32-49 í hálfleik. Í seinni hálfleiknum sáu Hamarsmenn ekki til sólar, Haukar skoruðu sextán stig í röð um miðjan 3. leikhluta og eftir það átti Hamar aldrei von á endurkomu.

Franck Kamgain var sá eini sem lét til sín taka í liði Hamars, hann skoraði 21 stig og tók 10 fráköst.

Hamar er í 6. sæti deildarinnar með 2 stig en Haukar í toppsætinu með 4 stig.

Hamar-Haukar 61-104 (15-18, 17-31, 12-30, 17-25)
Tölfræði Hamars: Franck Kamgain 21/10 fráköst, Ísak Sigurðarson 8/5 fráköst, Lúkas Aron Stefánsson 8/8 fráköst, Egill Þór Friðriksson 6, Jens Klostergaard 6, Björn Ásgeir Ásgeirsson 5, Atli Rafn Róbertsson 3, Birkir Máni Daðason 2/5 fráköst, Daníel Sigmar Kristjánsson 2/5 fráköst.

Fyrri greinMeintur brennuvargur úrskurðaður í gæsluvarðhald
Næsta greinLaunhált í morgunsárið