Hamarsmenn öruggir uppi

Hamar tryggði sér áframhaldandi veru í 2. deild karla í knattspyrnu með góðum sigri á Knattspyrnufélagi Vesturbæjar á heimavelli í dag, 4-0.

Hamarsmenn voru mun ákveðnari í leiknum enda KV liðið fallið og hafði að litlu að keppa. Hákon Víkingsson og Axel Magnússon sáu um markaskorunina fyrir Hvergerðinga en báðir skoruðu þeir tvö mörk.