Hamarsmenn öruggir í úrslitakeppnina

Hamarsmenn unnu alla sína leiki í riðlakeppni C-deildar Lengjubikars karla í knattspyrnu og eru komnir í fjögurra liða úrslit. Hamar vann Hvíta riddarann í dag, 1-0.

Liðin mættust á Selfossvelli og þar var það Liam Killa sem skoraði eina mark leiksins. Hamar vann alla leiki sína í riðlinum og er liðið komið í úrslit ásamt KFG, KH og Létti.

Í B-deildinni mætti Ægir Víði Garði á Selfossvelli. Sá leikur var markalaus, þannig að Ægir lýkur keppni í 5. sæti riðils-2 í B-deildinni með 5 stig.