Hamarsmenn meistarar meistaranna

Hamarsmenn fagna sigri í Meistarakeppni BLÍ. Ljósmynd/BLÍ

Karlalið Hamars í blaki bætti enn einum bikarnum í safnið þegar þeir sigruðu Aftureldingu örugglega í meistarakeppni BLÍ í síðustu viku.

Hamar sigraði leikinn 3-0, fyrstu hrinuna 25-17 en tvær næstu 25-20.

Meistarakeppnin markar upphaf keppnistímabilsins 2021-2022 en keppni í úrvalsdeildinni hófst um helgina og þar byrjuðu Hamarsmenn á öruggum sigri á Þrótti Vogum á útivelli, 0-3.

Fyrri greinGul viðvörun: Suðvestan stormur
Næsta greinSASS stofnar þekkingarsetur um úrgangsmál