Hamarsmenn komnir í úrslit

Hamarsmenn fagna í gærkvöldi. Ljósmynd/Guðmundur Erlingsson

Seinni leikur undanúrslitanna í Mizunodeild karla í blaki fór fram í gærkvöldi. Hamar fékk þá Vestra í heimsókn en Hamarsmenn voru yfir í einvíginu eftir 3-1 útisigur á Ísafirði.

Hamarsmenn voru lengi að hitna og náðu Vestramenn góðri forystu í fyrstu hrinu. Hamar klóraði í bakkann en Vestri vann að lokum nauman sigur í hrinunni, 25-22. Eftir það var mikil barátta Vestra til lítils því Hamar vann næstu þrjár hrinur örugglega 25-17, 25-11 og 25-18 og leikinn þar með 3-1 og einvígið 2-0.

Í hinni undanúrslitaviðureigninni vann KA HK þannig að það verða Hamar og KA sem mætast í úrslitum. Fyrsti leikur einvígisins fer fram í Hveragerði á sunnudag en vinna þarf tvo leiki til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.

Fyrri greinÖruggt hjá Hamri og Stokkseyri
Næsta greinFimm í einangrun á Suðurlandi