Hamarsmenn komnir í undanúrslit

Úr leik Hamars og Stál-úlfs í kvöld. Ljósmynd/Aðsend

Hamarsmenn eru komnir í undanúrslit Kjörísbikarsins í blaki eftir góðan sigur á Stál-úlfi í 8-liða úrslitunum í Hveragerði í kvöld.

Stál-úlfsmenn hafa verið vaxandi undanfarið á meðan Hamar hefur hikstað og því var ljóst að um spennandi leik yrði að ræða.

Hamar vann fyrstu hrinuna 25-22 en Stál-úlfar unnu aðra hrinu 21-25. Þriðja hrinan var í járnum en Hamar vann hana að lokum 25-23. Þá var eins og vígtennurnar hefðu verið dregnar úr Stál-úlfum og Hamar vann fjórðu hrinuna örugglega 24-15 og leikinn þar með 3-1.

Marcin Graza var stigahæstur í annars jöfnu liði Hamars með 17 stig en lang stigahæstur í Stálúlfi var Piotr Kapinski með 19 stig.

Afturelding komst einnig í undanúrslit í kvöld eftir sigur á HK. Á laugardag kemur svo í ljós hvaða lið verða þar með þeim en þá mætast KA og Þróttur/Fjarðabyggð annars vegar og Völsungur og Vestri hins vegar.

Fyrri greinSvakalegur lokasprettur dugði ekki til
Næsta greinGóðar fréttir af Robertu