Hamarsmenn koma ferskir úr jólafríinu

Everage Richardson skoraði 22 stig í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar vann öruggan sigur á Vestra þegar keppni hófst eftir jólafrí í 1. deild karla í körfubolta, 106-86.

Hamar byrjaði leikinn á stórsókn og skoraði 35 stig í 1. leikhluta. Munurinn var orðinn 21 stig í hálfleik, 61-40.
Seinni hálfleikurinn var jafnari en Vestramenn voru ekki nálægt því að brúa bilið sem Hamar hafði skapað í upphafi leiks.
Hamar hefur nú 22 stig og er í 2. sæti deildarinnar en Vestri er með 12 stig í 4. sæti.
Tölfræði Hamars: Everage Richardson 22/8 fráköst, Styrmir Snær Þrastarson 16/5 fráköst, Bjarni Rúnar Lárusson 15/9 fráköst, Michael Philips 14, Matej Buovac 12/9 fráköst, Ragnar Ragnarsson 9, Pálmi Geir Jónsson 8, Björn Ásgeir Ásgeirsson 8/7 stoðsendingar, Geir Helgason 2/4 fráköst, Páll Helgason 0, Arnar Daðason 0, Hlynur Snær Wiium Stefánsson 0.
Fyrri greinFyrsti Sunnlendingur ársins er Hvergerðingur
Næsta greinML fékk skell gegn MR