Hamarsmenn ískaldir í Frystikistunni

Úr leiknum í kvöld. Ljósmynd/Aðsend

Topplið Hamars fékk Aftureldingu í heimsókn í Frystikistuna í Hvergerði í úrvalsdeild karla í blaki í kvöld.

Fyrsta hrinan gaf fyrirheit um jafnan og spennandi leik. Liðin voru hnífjöfn framan af og það var ekki fyrr en undir lok hrinunnar sem Afturelding náði að skríða fram úr og vann hrinuna að lokum 25-20.

Í annarri hrinu náðu Hamarsmenn strax forystunni, Afturelding sá aldrei til sólar og vann Hamar hrinuna 25-16.

Í þriðju hrinu náði Afturelding strax þægilegri forystu og hélt henni allt til loka hrinunnar sem vannst nokkuð þægilega, 25-19. Gestirnir tóku svo fjórðu hrinuna örugglega 25-18 og sigruðu leikinn því 1-3.

Afturelding er nú einungis 6 stigum á eftir Hamri en á þrjá leiki til góða.

Stigahæstur í liði Aftureldingar var Hafsteinn Már Sigurðsson með 23 stig. Í liði Hamars var Denis Pavlovs stigahæstur með 17 stig.

Fyrri greinRúmar 7 milljónir króna til verkefna á Suðurlandi
Næsta greinEins stigs tap í Vesturbænum