Hamarsmenn einir á toppnum

Hamar náði toppsætinu í 2. deild karla í knattspyrnu í dag með 1-3 sigri á ÍH á útivelli.

Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson kom Hamri yfir í leiknum en Hafnfirðingar jöfnuðu seint í leiknum. Hvergerðingar létu það ekki á sig fá heldur svöruðu með tveimur mörkum undir lokin, frá Arnþóri Kristinssyni og Haraldi Hróðmarssyni og tryggðu sér þannig sigur.

Hamar hefur 24 stig í toppsæti deildarinnar þegar mótið er hálfnað. Höttur er í 2. sæti með 23 stig og Afturelding hefur 20.

Fyrri greinBrúarsmíð sett í algjöran forgang
Næsta greinHentu efnunum út úr bílnum