Hamarsmenn áfram taplausir

Hamarsmenn fagna í leikslok. Ljósmynd/Aðsend

Topplið Hamars í úrvalsdeild karla í blaki fékk í kvöld Stálúlf í heimsókn í Frystikistuna í Hveragerði.

Hafsteinn Valdimarson, fyrirliði Hamars var fjarri góðu gamni vegna meiðsla og því tók Kristján bróðir hans við fyrirliðabandinu í leiknum.

Hamarsmenn héldu sigurgöngu sinni áfram undir stjórn Kristjáns og unnu leikinn nokkuð örugglega 3-0, 25-22, 25-20 og 25-23.
Það leit þó á tímabili út fyrir að Stálúlfur næði að knýja fram fjórðu hrinuna því þeir voru yfir 22-19 í lok leiks. Þá vöknuðu Hamarsmenn og jöfnuðu 22-22 og unnu svo að lokum, sem fyrr sagði hrinuna 25-23 og leikinn 3-0.

Stigahæstur í liði Hamars var Marcin Graza með 15 stig en í liði Stálúlfs var það Alex Stefánsson með 5 stig.

Fyrri greinFundust hátt uppi í Ketillaugarfjalli
Næsta greinFSu í sextán liða úrslitin