Hamarskrakkar í liðum mótsins í Eyjum

Hamar 1 í 5. flokki kvenna ásamt Ísak Leó Guðmundssyni þjálfara. Ljósmynd/Aðsend

Þrátt fyrir að Hamarshöllin hafi fokið út í veður og vind í vetur hafa krakkarnir í Hamri í Hveragerði ekki látið aðstöðuleysið á sig fá, heldur hafa þau náð frábærum árangri á fyrstu krakkamótum sumarsins.

Stelpurnar í 5. flokki kvenna fóru á TM mótið í Vestmannaeyjum í júní, með tvö lið sem stóðu sig frábærlega. Hamar 1 spilaði um bikar númer tvö og urðu í 13. sæti af yfir 100 liðum á mótinu. Hamar 2 stóðu sig einnig ótrúlega vel og voru óheppnar að tapa úrslitaleik.

Björgey Njála Andreudóttir var fulltrúi Hamars í landsleik mótsins og í mótslok var húm valin í lið mótsins.

Strákarnir í 6. flokki fóru síðan á Orkumótið í Eyjum þar sem Hamar spilaði frábærlega og endaði á því að spila úrslitaleik við KR, sem tapaðist og varð silfur því niðurstaðan.

Aftur átti Hamar leikmann í liði mótsins en Elmar Smári Hjartarson var valinn í lið mótsins og hann var einnig fulltrúi Hamars í landsleik mótsins, þar sem honum tókst að skora mark.

Hamar 2 í 5. flokki kvenna ásamt Ísak Leó Guðmundssyni þjálfara. Ljósmynd/Aðsend
Lið Hamars í 6. flokki karla. Ljósmynd/Aðsend
Björgey Njála var valin í lið TM-mótsins, hér er hún ásamt Ísak Leó þjálfara. Ljósmynd/Aðsend
Elmar Smári var valin í lið Orkumótsins. Ljósmynd/Aðsend
Fyrri greinLitlu húsin flutt úr miðbænum
Næsta greinFerðamenn festust í Markarfljóti