Hamarskonur með góðan sigur

Karen Inga Bergsdóttir skoraði fyrir Hamar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar vann góðan sigur á Álftanesi í 2. deild kvenna í knattspyrnu í kvöld, en liðin mættust á Grýluvelli.

Karen Inga Bergsdóttir kom Hamri yfir á 32. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Brynhildur Sif Viktorsdóttir tvöfaldaði forskot Hamars á 60. mínútu og þar við sat. Hvorugu liðinu tókst að bæta við marki og Hamar fagnaði sigri.

Hamar lyfti sér upp í 6. sæti deildarinnar með 8 stig en Álftanes er í 10. sæti með 3 stig.

Fyrri greinÞorsteinn Ragnar íþróttamaður Rangárþings eystra 2020
Næsta greinSvekkjandi jafntefli í Mosfellsbæ