Hamarskonur komust ekki á blað

Dagný Rún Gísladóttir, fyrirliði Hamars. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar tapaði 0-2 þegar Sindri kom í heimsókn á Grýluvöll í Hveragerði í dag í 2. deild kvenna í knattspyrnu.

Sindrakonur komust yfir undir lok fyrri hálfleiks og staðan var 0-1 í leikhléi. Þrátt fyrir ágæt tilþrif í seinni hálfleik tókst Hamarskonum ekki að koma boltanum í netið en gestirnir skoruðu aftur í uppbótartímanum og tryggðu sér 0-2 sigur.

Hamar er í 10. sæti 2. deildarinnar með 9 stig en Sindri er í 6. sæti með 15 stig.

Fyrri greinHamarshöggin dundu síðasta hálftímann
Næsta greinSjúklingar af Landspítalanum fluttir á HSU