Hamarskonur fallnar

Kvennalið Hamars er fallið úr Iceland Express-deildinni í körfubolta eftir 95-67 tap gegn Val á útivelli í kvöld.

Valskonur höfðu frumkvæðið allan leikinn og náðu góðu forskoti í 2. leikhluta. Staðan var 57-36 í hálfleik.

Síðari hálfleikur var jafn en Hamarskonur voru hvergi nærri því að minnka muninn.

Samantha Murphy var stigahæst hjá Hamri með 24 stig. Fanney Guðmundsdóttir skoraði 13 og Katherine Graham 12.