Hamarskonur einar á toppnum

Lið Hamars er eitt í toppsæti 1. deildar kvenna í körfubolta eftir stórsigur á B-liði Grindavíkur í Hveragerði í kvöld, 73-29.

Eins og sjá má á lokatölunum voru yfirburðir Hamars algjörir og sigurinn aldrei í hættu.

Dagný Lísa Davíðsdóttir var stigahæst hjá Hamri með 15 stig, Marín Laufey Davíðsdóttir skoraði 12, Íris Ásgeirsdóttir og Jenný Harðardóttir 11, Bjarney Sif Ægisdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir 6, Freyja Fanndal Sigurjónsdóttir 5, Adda María Óttarsdóttir 4, Katrín Eik Össurardóttir 2 og Nína Kristjánsdóttir 1.

Hamarskonur eru áfram ósigraðar en Stjarnan tapaði sínum fyrsta leik í deildinni í dag og því eru Hamarskonur einar á toppnum.

Næsti leikur Hamars er einmitt gegn Stjörnunni á laugardag.

Fyrri greinFjórtán brot á fáeinum mánuðum
Næsta greinStefna á opnun um miðjan janúar