Hamarskonur áfram taplausar

Kvennalið Hamars heldur áfram að safna stigum í 1. deildinni í körfubolta en í dag fékk liðið Þór Akureyri í heimsókn. Lokatölur voru 78-56.

Hamar var yfir allan leikinn og sigurinn aldrei í hættu.

Marín Laufey Davíðsdóttir var stigahæst hjá Hamri með 23 stig, Dagný Lísa Davíðsdóttir skoraði 14 og Íris Ásgeirsdóttir 10.

Næsti leikur liðsins er Suðurlandsslagur gegn Laugdælum á miðvikudagskvöldið kl. 19:15.

Fyrri greinListi Sjálfstæðisflokksins tilbúinn
Næsta greinBrotist inn í bílskúr á Selfossi