Hamarskonum spáð 4. sæti

Kvennaliði Hamars er spáð 4. sæti í Iceland Express deild kvenna og í karladeildinni er Hamri spáð 9. sæti.

Spár fyrirliða og þjálfara liðanna í deildunum voru kynntar á blaðamannafundi í nýju Laugardalshöllinni í dag.

Hamarskonur spiluðu til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn á síðasta keppnistímabili en þeim er nú spáð 4. sæti. Hamarskonur taka á móti Snæfelli í 1. umferð á miðvikudagskvöld.

Spáin fyrir Iceland Express deild kvenna 2010-2011:
1. Keflavík 180
2. KR 153
3. Haukar 147
4. Hamar 140
5. Snæfell 80
6. Grindavík 67
7. Njarðvík 64
8. Fjölnir 33

Spámennirnir telja að karlalið Hamars verði á svipuðum slóðum og í fyrra og spá því 9. sæti.
Hamarskarlar hefja leik gegn Haukum á heimavelli á föstudaginn.

Spáin fyrir Iceland Express deild karla 2010-2011:
1. KR 401 stig
2. Keflavík 373
3. Snæfell 372
4. Stjarnan 313
5. Grindavík 287
6. Njarðvík 263
7. Fjölnir 182
8. ÍR 166
9. Hamar 118
10. KFÍ 103
11. Haukar 94
12. Tindastóll 86