Hamarskarlar hraðmótsmeistarar fimmta árið í röð

Sigurlið Hamars. Ljósmynd/HSK

Hraðmót HSK í blaki karla var haldið 15. október á Laugarvatni. Mótið í ár var það þrítugasta í röðinni, en fyrsta hraðmót HSK var haldið árið 1995. Mótið hefur farið fram árlega síðan, utan covid ársins 2020.

Keppnin var hörkuspennandi og skemmtileg og í lok dags var ljóst að Hamarsmenn hefðu unnið hraðmótsmeistaratitil HSK fimmta árið í röð. Hamar er þar með kominn með 14 titla frá upphafi, jafn marga og Hrunamenn sem enduðu að þessu sinni í fjórða sæti. Laugdælir sem hafa einu sinni unnið mótið urðu í öðru sæti og Mímisdrengir úr ML tryggðu sér bronsið.

Heildarúrslit mótsins má sjá á www.hsk.is.

Fyrri greinÞórsarar komnir á blað
Næsta greinKaflaskipt hjá Selfyssingum