Hamar varð af mikilvægum stigum

Jóhann Bjarnason, þjálfari Hamars, í þungum þönkum. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar tapaði mikilvægum stigum í toppbaráttu C-riðils 4. deildar karla í knattspyrnu í kvöld þegar liðið tapaði 0-2 á heimavelli gegn Berserkjum.

Þrátt fyrir tapið eru Hvergerðingar enn í 2. sæti riðilsins með 21 stig en Berserkir eru nú aðeins einu stigi á eftir þeim í 3. sætinu.

Það var hart barist á Grýluvelli í kvöld en Hamar lenti undir strax á fyrstu mínútu leiksins. Staðan var 0-1 í hálfleik en gestirnir bættu við öðru marki um miðjan seinni hálfleikinn og þar við sat.

Næsti leikur Hamars í deildinni er ekki fyrr en 10. ágúst gegn Herði á Ísafirði.

Fyrri greinGöngumaður í sjálfheldu í Goðahrauni
Næsta greinSelfyssingar sigruðu á USA Cup