Hamar varð undir gegn Val

Hamar tapaði 67-88 þegar Valur kom í heimsókn í Frystikistuna í Hveragerði í Domino's-deild kvenna í körfubolta í kvöld.

Valur byrjaði betur í leiknum og komst í 3-10 en Hamarskonur voru fljótar að svara fyrir sig og breyta stöðunni í 12-10. Valsliðið seig aftur framúr undir lok 1. leikhluta og staðan var 21-29 að honum loknum.

Hamar náði að minnka muninn í sjö stig í 2. leikhluta en Valur skoraði meira undir lok fyrri hálfleiks og staðan var 33-46 í leikhléi.

Gestirnir höfðu undirtökin í síðari hálfleik en munurinn jókst ekki mikið. Hamar minnkaði forskotið niður í 11 stig í upphafi 3. leikhluta en Valur skoraði níu síðustu stigin í leiknum og sigraði að lokum 67-88.

Hamar er áfram í botnsæti deildarinnar með 2 stig.

Tölfræði Hamars: Suriya McGuire 25 stig/7 fráköst/4 varin skot (24 í framlagseinkunn), Heiða Björg Valdimarsdóttir 15 stig, Íris Ásgeirsdóttir 9 stig/8 fráköst/5 stoðsendingar, Jenný Harðardóttir 6 stig, Jóhanna Sævarsdóttir 6 stig, Vilborg Óttarsdóttir 2 stig, Margrét Hrund Arnarsdóttir 2 stig, Salbjörg Sævarsdóttir 2 stig/11 fráköst.

Fyrri greinTvær bækur Sæmundar tilnefndar
Næsta greinFormaðurinn fer fyrir fríðum hópi höfunda