Hamar vann tvö gull á stökkfimimóti

Hamarsstúlkur náðu frábærum árangri á mótinu. Ljósmynd/Hamar

Um síðustu helgi fór fram haustmót í stökkfimi á vegum Fimleikasambands Íslands. Nítján lið mættu til leiks og kepptu stúlkur á aldrinum 9 – 12 ára í þremur greinum; gólfæfingum, dýnu og trampólíni.

Fimleikadeild Hamars í Hveragerði var með eitt lið á mótinu og stóðu Hamarsstúlkur sig frábærlega. Þær enduðu með hæstu samanlögðu stigin, sem skilaði þeim 1. sæti á mótinu. Þær enduðu þar að auki með hæstu einkunn í gólfæfingum og sigruðu þá grein.

Glæsilegur árangur hjá þessum flottu fimleikastelpum, sem eiga framtíðina fyrir sér í íþróttinni.

Fyrri greinHamarsmenn fastir á botninum
Næsta greinHamar/Þór tapaði í Vesturbænum