Hamar vann toppslaginn – Rochford með frábært framlag

Kinu Rochford í leik með Þór síðasta vetur. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar er enn með fullt hús stiga í 1. deild karla í körfubolta eftir öruggan sigur á Breiðabliki á útivelli í kvöld, 76-93.

Hamar hefur því unnið þrjá fyrstu leikina í deildinni og er í toppsætinu með 6 stig.

Hvergerðingarnir byrjuðu vel í leiknum og voru komnir með fimmtán stiga forskot í hálfleik, 35-50. Munurinn jókst enn frekar í 3. leikhluta en í þeim fjórða náðu Blikar að minnka muninn lítillega.

Kinu Rochford var með tröllatvennu fyrir Hamar, skoraði 27 stig og tók 20 fráköst. Framlagseinkunn hans í leiknum er 43.

Tölfræði Hamars: Kinu Rochford 27/20 fráköst/5 stoðsendingar, Danero Thomas 23/9 fráköst, Everage Richardson 17/6 fráköst, Björn Ásgeir Ásgeirsson 8, Pálmi Geir Jónsson 6/8 fráköst, Páll Helgason 5, Ragnar Jósef Ragnarsson 4, Toni Jelenkovic 3/4 fráköst/5 stoðsendingar, Hlynur Snær Stefánsson 0, Geir Helgason 0, Sigurður Dagur Hjaltason 0.

Fyrri greinFyrsti sigur Þórsara
Næsta greinBleika boðið á Selfossi í kvöld