Hamar vann Suðurlandsslaginn

Everage Richardson skoraði 19 stig í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Hamar vann öruggan sigur á nágrönnum sínum frá Selfossi í 1. deild karla í körfubolta í Frystikistunni í Hveragerði í kvöld, 99-83.

Hamar fór langt með að klára leikinn í 1. leikhluta þar sem Hvergerðingar náðu mest 21 stigs forskoti, 34-13. Selfyssingar náðu að minnka muninn í 2. leikhluta en staðan í hálfleik var 58-47.

Munurinn varð minnstur níu stig í upphafi seinni hálfleiks en þá bættu Hamarsmenn í og héldu Selfyssingum í öruggri fjarlægð út leikinn.
Christian Cunningham var besti maður vallarins í kvöld en hann skoraði 28 stig og tók 14 fráköst fyrir Selfoss. Hjá Hamri var Michael Philips atkvæðamestur, hann skoraði 32 stig og tók 8 fráköst.
Hamar er í 2. sæti deildarinnar með 38 stig en Selfoss er í 6. sæti með 16 stig.

Tölfræði Hamars: Michael Philips 32/8 fráköst, Everage Richardson 19/5 fráköst/7 stoðsendingar, Björn Ásgeir Ásgeirsson 16/5 stoðsendingar, Geir Elías Helgason 11, Matej Buovac 7/9 fráköst/3 varin skot, Styrmir Snær Þrastarson 4/9 fráköst, Pálmi Geir Jónsson 4/4 fráköst, Ragnar Jósef Ragnarsson 4, Bjarni Rúnar Lárusson 2, Arnar Daðason 0, Ísak Sigurðarson 0, Hlynur Snær Wiium Stefánsson 0.
Tölfræði Selfoss: Christian Cunningham 28/14 fráköst, Kristijan Vladovic 21/5 fráköst, Ragnar Magni Sigurjónsson 16, Maciek Klimaszewski 6/6 fráköst, Sigmar Jóhann Bjarnason 4, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 3, Svavar Ingi Stefánsson 3, Arnór Bjarki Ívarsson 2, Bjarki Friðgeirsson 0, Arnór Bjarki Eyþórsson 0, Alexander Gager 0.
Fyrri greinEnginn með staðfest smit á Suðurlandi
Næsta greinÖkumenn í vandræðum á Hellisheiði