Hamar vann Suðurlandsslaginn

Hamar vann nokkuð öruggan sigur á KFR þegar liðin mættust í A-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu á Grýluvelli í Hveragerði í kvöld.

Ingþór Björgvinsson kom Hamri yfir á upphafsmínútunum og skömmu síðar fylgdi mark frá Ísaki Guðmundssyni í kjölfarið. Þannig kláruðu Hamarsmenn leikinn á fyrstu ellefu mínútunum.

Mörkin hefðu reyndar getað orðið fleiri, en bæði lið áttu álitlegar sóknir, þó Hvergerðingar væru heilt yfir sterkari.

Hamar hefur 21 stig í 3. sæti riðilsins en KFR er á botninum með 3 stig. Þetta var tíundi tapleikur Rangæinga í sumar.

Fyrri grein„Ótrúlega ánægður með frammistöðuna“
Næsta greinFlúðir um versló hefst á morgun