14.5 C
Selfoss
Laugardagur 20. júlí 2024
Heim Íþróttir Hamar vann stigakeppnina

Hamar vann stigakeppnina

Sigurlið Hamars. Ljósmynd/HSK

Unglingamót HSK í badminton var haldið í Hveragerði sunnudaginn 17. nóvember síðastliðinn. Keppendur voru 29 talsins frá þremur félögum; Dímon, Hamar og Umf Þór.

Mótið gekk mjög vel fyrir sig og fóru allir ánægðir heim. Á mótinu var stigakeppni milli félaganna, þar sem keppt var um HSK-meistara titilinn. Hamar fór með sigur úr býtum með 58 stig, Umf. Þór var í öðru sæti með 10 stig og Dímon í því þriðja með 5 stig.

Úrslitin má sjá hér að neðan.

U11 – snáðar og snótir
Ekki var keppt um sæti í þessum flokkum heldur fengu allir verðlaun.

U13 – hnokkar
1. sæti – Askur Logi Wolfram Jónsson, Hamar
2. sæti – Unnar Logi Sigfússon, Hamar
3. sæti – Tristan Víðisson, Hamar

U13 – tátur
1. sæti – Rakel Rós Guðmundsdóttir, Hamar
2. sæti – Bylgja Dögg Hlífarsdóttir, Hamar
3. sæti – Hrefna Sól Óskarsdóttir, Hamar

U15 – sveinar
1. sæti – Ísar Máni Gíslason, Umf Þór
2. sæti – Úlfur Þórhallsson, Hamar
3. sæti – Marinó Frank Styrmisson, Umf Þór

U15 – meyjar
1. sæti – Harpa Huazi Tómasdóttir, Hamar
2. sæti – Ásdís Rún Grímsdóttir, Hamar

U17 – drengir
1. sæti – Valgarð Ernir Emilsson, Hamar
2. sæti – Óli Guðmar Óskarsson, Dímon

U17 – telpur
1. sæti – María Jóna Thomasardóttir, Hamar
2. sæti – Harpa Huazi Tómasdóttir, Hamar
3. sæti – Ásdís Rún Grímsdóttir, Hamar

Fyrri greinFimmtán umferðarslys á Suðurlandi í síðustu viku
Næsta greinHringspólandi á Skeiðarársandi