Hamar vann nágrannaslaginn – Selfoss og Þór Þ. úr leik

Franck Kamgain. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamarsmenn eru komnir í 16-liða úrslit í bikarkeppni karla í körfubolta eftir sigur á nágrönnum sínum frá Selfossi í spennuleik í Hveragerði í kvöld. Á sama tíma töpuðu Þorlákshafnar-Þórsarar fyrir Keflavík og eru því úr leik.

Leikur Hamars og Selfoss var hin besta skemmtun. Selfyssingar byrjuðu betur og leiddu eftir 1. leikhluta en Hamar sneri leiknum sér í vil í 2. leikhluta og staðan var 44-41 í hálfleik. Leikurinn var hnífjafn í seinni hálfleik en Hamar náði að kreista fram sigur á lokametrunum og sigra 89-86.

Franck Kamgain var stigahæstur hjá Hamri með 22 stig og Lúkas Aron Stefánsson skilaði frábæru framlagi með 16 stig og 8 fráköst. Hjá Selfyssingum var Kristijan Vladovic stigahæstur með 28 stig, Stevel Lyles skoraði 21 og Collin Pryor var framlagshæstur með 15 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar.

Svart og hvítt í fyrri og seinni hálfleik
Þórsarar sýndu sparihliðarnar í upphafi leiks og skoruðu fyrstu 15 stigin. Þór leiddi 18-30 eftir 1. leikhluta og þeir héldu forystunni fram að hálfleik, 40-48 í leikhléi. Keflvíkingar voru fljótir að láta til sín taka í seinni hálfleiknum og þeir voru komnir með 14 stiga forskot undir lok 3. leikhluta. Þórsarar klóruðu í bakkann í 4. leikhluta og minnkuðu muninn í sjö stig þegar rúmar fimm mínútur voru ekki. Nær komust þeir ekki og Keflavík vann 102-90 sigur.

Rafail Lanaras var langbestur í liði Þórs í kvöld með 28 stig, 9 stoðsendingar og 7 fráköst.

Hamar-Selfoss 89-86 (15-23, 29-18, 20-24, 25-21)
Tölfræði Hamars: Franck Kamgain 22/8 fráköst, Lúkas Aron Stefánsson 16/8 fráköst/5 stoðsendingar, Atli Rafn Róbertsson 13/6 fráköst, Birkir Máni Daðason 12/4 fráköst, Ísak Sigurðarson 9/4 fráköst, Egill Þór Friðriksson 5, Björn Ásgeir Ásgeirsson 5, Arnar Dagur Daðason 5, Jens Klostergaard 2.
Tölfræði Selfoss: Kristijan Vladovic 28/6 fráköst, Steven Lyles 21, Collin Pryor 15/9 fráköst/7 stoðsendingar, Ari Hrannar Bjarmason 7, Fjölnir Morthens 5, Tristan Máni Morthens 4, Pétur Hartmann Jóhannsson 3, Fróði Larsen Bentsson 2, Halldór Benjamín Halldórsson 1.

Keflavík-Þór Þ. 102-90 (18-30, 22-18, 34-13, 28-29)
Tölfræði Þórs: Rafail Lanaras 28/7 fráköst/9 stoðsendingar, Jacoby Ross 17/5 stoðsendingar, Lazar Lugic 14/7 fráköst, Konstantinos Gontikas 11/6 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 7, Emil Karel Einarsson 6/4 fráköst, Skarphéðinn Árni Þorbergsson 5, Arnór Daði Sigurbergsson 2.

Fyrri greinKröftug jarðskjálftahrina að fjara út
Næsta greinBændur bera tjónið