Hamar vann nágrannaslaginn – Hrunamenn töpuðu

Mirza Sarajlija skoraði 19 stig fyrir Hamar og Ísak Júlíus 28 fyrir Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar vann Suðurlandsslaginn gegn Selfossi á sama tíma og Hrunamenn töpuðu fyrir ÍA í 1. deild karla í körfubolta í kvöld.

Leikur Hamars og Selfoss í Hveragerði var jafn fyrstu tíu mínúturnar en í 2. leikhluta létu Hvergerðingar sverfa til stáls og leiddu þeir í leikhléi, 56-34. Selfyssingar voru ekki hættir og þeir byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og minnkuðu muninn í 9 stig, 72-63. Hamarsmönnum tókst hins vegar að halda aftur af Selfyssingum í 4. leikhluta og lokatölur urðu 94-85. Alfonso Birgir Gomez var bestur í liði Hamars, skoraði 10 stig og tók 8 frákösten hjá Selfyssingum var Ísak Júlíus Perdue í aðalhlutverki með 28 stig og 8 stoðsendingar.

Á Akranesi var leikur ÍA og Hrunamanna í járnum í fyrri hálfleik, munurinn lítill og staðan í leikhléi 45-47, Hrunamönnum í vil. Heimamenn tóku hins vegar öll völd í upphafi seinni hálfleiks og breyttu stöðunni í 75-61 á skömmum tíma. Á lokakaflanum áttu Hrunamenn engin svör og ÍA sigraði 101-94. Að vanda var Ahmad Gilbert bestur í liði Hrunamanna, skoraði 37 stig og tók 9 fráköst.

Staðan í deildinni er þannig að Hamar er í 2. sæti með 40 stig, Selfoss er í 7. sæti með 22 stig og Hrunamenn eru í 8. sæti með 18 stig.

Hamar-Selfoss 94-85 (25-25, 31-9, 19-29, 19-22)
Tölfræði Hamars: Alfonso Birgir Gomez 20/8 fráköst, Mirza Sarajlija 19/5 fráköst/8 stoðsendingar, Elías Bjarki Pálsson 18/6 fráköst, Daði Berg Grétarsson 13/12 stoðsendingar, Haukur Davíðsson 11, Ragnar Nathanaelsson 9/8 fráköst/5 varin skot, Daníel Sigmar Kristjánsson 4/7 fráköst.
Tölfræði Selfoss: Ísak Júlíus Perdue 28/8 stoðsendingar, Kennedy Clement 16/10 fráköst, Gerald Robinson 11/6 fráköst, Arnaldur Grímsson 11/4 fráköst, Styrmir Jónasson 10, Birkir Hrafn Eyþórsson 7, Sigmar Jóhann Bjarnason 2.

ÍA-Hrunamenn 101-94 (22-25, 23-22, 32-20, 24-27)
Tölfræði Hrunamanna: Ahmad Gilbert 37/9 fráköst/6 stoðsendingar, Samuel Anthony Burt 18/9 fráköst, Dagur Úlfarsson 10/4 fráköst, Hringur Karlsson 8, Þorkell Jónsson 8, Óðinn Freyr Árnason 5/5 fráköst, Yngvi Freyr Óskarsson 3, Páll Magnús Unnsteinsson 3, Patrik Gústafsson 2.

Fyrri greinLið FSu komið í úrslit Gettu betur
Næsta greinEnn skelfur Mýrdalsjökull