Hamar vann hraðmót karla í blaki

Sigurlið Hamars á héraðsmóti karla fyrr á árinu. Ljósmynd/HSK

Hamarsmenn unnu hraðmót HSK í blaki karla í ár, en mótið fór fram á Laugarvatni í fyrradag, þann 11. október. Þrjú lið mættu til leiks og léku sín á milli og vinna varð tvær hrinur.

Hamar vann bæði Hrunamenn og Laugdæli 2-0 og tryggði sér titilinn þriðja árið í röð og í tólft skipti frá upphafi, en mótið var fyrst haldið árið 1995.

Lið Hrunamanna, sem er sigursælasta lið keppninnar með 14 sigra alls, vann svo Laugdæli 2-1 og varð í öðru sæti og heimamenn í Laugdælum urðu í þriðja sæti. Laugdælir hafa einu sinni fagnað sigri á mótinu, en það var árið 2019.

Fyrri greinStekkjaskóli fékk þátttökuverðlaun í Ólympíuhlaupinu
Næsta greinRúmar fjórar milljónir króna söfnuðust í Bleika boðinu