Hamar vann á Stokkseyri – KFR kom til baka

Bjarki Rúnar Jónínuson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Spennustigið var hátt og hart tekist á í stórleik Stokkseyrar og Hamars í B-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Hamar sigraði 2-4 og er í góðum málum í 2. sæti riðilsins.

Atli Þór Jónasson kom Hamri yfir strax á 2. mínútu leiksins en Luis Lucas jafnaði metin fyrir Stokkseyri um miðjan fyrri hálfleikinn. Hamarsmenn kláruðu hins vegar fyrri hálfleikinn af krafti og Bjarki Rúnar Jónínuson skoraði þriðja markið áður en Atli bætti því fjórða við og staðan var 1-4 í hálfleik. Andri Einarsson minnkaði muninn fyrir Stokkseyri í upphafi síðari hálfleiks en nær komust Stokkseyringar ekki.

Hamar er í 2. sæti B-riðilsins með 16 stig, eins og topplið KH, en Stokkseyri er í 5. sæti með 6 stig.

Í Grindavík heimsótti KFR GG en liðin spila í A-riðlinum. GG skoraði eina mark fyrri hálfleiks en Rangæingar komu til baka í seinni hálfleik og skoruðu tvívegis. Hjörvar Sigurðsson jafnaði úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Kristni Þorbergssyni og Kristinn kórónaði síðan góðan leik sinn með því að skora sigurmarkið eftir frábæra sendingu frá Ívani Breka Sigurðssyni.

KFR lyfti sér upp í 5. sætið í A-riðlinum með þessum sigri en liðið hefur 6 stig. GG er í 7. sæti með 1 stig.

Fyrri greinÆgismenn settust á Stólana
Næsta greinÞrjátíu nýir slökkviliðsmenn útskrifuðust