Hamar vann 57 stiga sigur

Hamar vann þriðja leik sinn í 1. deild karla í körfubolta í vetur þegar liðið valtaði yfir botnlið Augnabliks, 124-67, í Hveragerði í kvöld.

Það var ljóst strax í upphafi í hvað stefndi, Hamar komst í 10-1 og 27-11 í 1. leikhluta en staðan að honum loknum var 33-17. Hamar skoraði tíu fyrstu stigin í 2. leikhluta og leiddi þá 43-17 en hálfleikstölur voru 59-42.

Yfirburðir Hamars voru miklir í seinni hálfleik, liðið jók forskotið í þrjátíu stig í 3. leikhluta og Hamar byrjaði síðasta fjórðunginn á 27-4 áhlaupi og leikurinn löngu búinn.

Allir leikmenn Hamars komust á blað í leiknum. Danero Thomas var stigahæstur með 21 stig og 10 fráköst. Snorri Þorvaldsson skoraði 19, Halldór Gunnar Jónsson 14, Emil Fannar Þorvaldsson 13, Bragi Bjarnason og Ingvi Guðmundsson 12, Bjarni Rúnar Lárusson 10, Aron Freyr Eyjólfsson 8 og 11 fráköst, Sigurður Orri Hafþórsson 6, Stefán Halldórsson 4, Magnús Sigurðsson 3 og Bjartmar Halldórsson 2.

Fyrri greinMeð yngstu bændunum í Dölunum
Næsta greinFullt hús á forsýningu í Hvolnum