Hamar úr leik í bikarnum

Hamarskonur töpuðu í dag fyrir KR í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í körfubolta, 65-60. Þetta var fyrsti tapleikur liðsins í vetur.

Hamar leiddi leikinn framan af og höfðu yfir meirihluta leiks. KR var hins vegar aldrei langt undan og sigu framúr á lokamínútunum. KR átti góðan kafla undir lok annars leikhluta og leiddi í hálfleik, 37-31.

Hamar hafði fjögurra stiga forskot þegar síðasti fjórðungurinn hófst en hann var jafn og spennandi. KR hafði betur á lokamínútunni og varð fyrsta liðið til að leggja Hamar að velli í vetur.

Jaleesa Butler var stigahæst hjá Hamri með 23 stig og 12 fráköst. Slavica Dimovska skoraði 11 og Kristrún Sigurjónsdóttir sömuleiðis.