Hamar úr leik í bikarnum

Hamarskonur eru úr leik í bikarkeppninni í körfubolta eftir 67-41 tap gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum á útivelli í dag.

Fyrri hálfleikur var jafn og staðan í leikhléi 29-28 en Stjörnukonur unnu báða leikhlutana í síðari hálfleik með miklum mun.

Tölfræði Hamars: Salbjörg Sævarsdóttir 9 stig/4 fráköst/4 varin skot, Íris Ásgeirsdóttir 9 stig, Jenný Harðardóttir 7 stig, Margrét Hrund Arnarsdóttir 6 stig, Heiða Björg Valdimarsdóttir 3 stig, Hrafnhildur Magnúsdóttir 3 stig/5 fráköst, Nína Jenný Kristjánsdóttir 2 stig, Jóhanna Herdís Sævarsdóttir 2 stig.

Fyrri greinSelfoss Íslandsmeistari í innanhússknattspyrnu
Næsta greinVilja reisa safn og leikhús í byggðarsafninu við Gröf