Hamar úr leik í bikarnum

Þriðjudeildarlið Hamars er úr leik í Borgunarbikar karla í knattspyrnu en Pepsi-deildarlið Keflavíkur sló Hvergerðinga út í kvöld þegar liðin mættust í Keflavík.

Heimamenn komust yfir á 13. mínútu og fylgdu markinu eftir með góðum sóknum. Hamarsmenn áttu þó ágæta kafla inn á milli en gekk illa að halda boltanum framar á vellinum. Keflavík komst í 2-0 á 22. mínútu en Ingólfur Þórarinsson var nálægt því að minnka muninn fyrir Hamar á lokamínútu fyrri hálfleiks þegar hann átti skot í stöng. 2-0 í hálfleik.

Keflvíkingar voru mun sterkari í síðari hálfleik og þeir bættu við tveimur mörkum, á 52. og 70. mínútu. Á 76. mínútu svöruðu Hvergerðingar hins vegar fyrir sig eftir snyrtilega sókn sem lauk með marki frá Samúel Arnari Kjartanssyni.

Á síðasta korterinu bættu Keflvíkingar við þremur mörkum og unnu að lokum 6-1 sigur.

Fyrri greinFyrsta tap Árborgar í deildinni
Næsta greinSýslumaður verður á Selfossi og lögreglustjóri á Hvolsvelli