Hamar úr leik í bikarnum

Hamar er úr leik í bikarkeppni karla í körfubolta eftir tap á heimavelli gegn úrvalsdeildarliði Njarðvíkur í kvöld, 69-99.

Njarðvíkingar tóku leikinn í sínar hendur í fyrri hálfleik og leiddu í leikhléi, 28-58. Hamar minnkaði muninn í 3. leikhluta en gestirnir voru sterkari undir lokinn og unnu öruggan sigur.

Tölfræði Hamars: Örn Sigurðarson 17 stig/5 fráköst, Samuel Prescott Jr. 14 stig/6 fráköst/5 stolnir, Ármann Örn Vilbergsson 12 stig, Þorsteinn Gunnlaugsson 11 stig/9 fráköst/5 stoðsendingar (16 í framlagseinkunn), Þórarinn Friðriksson 6 stig, Oddur Ólafsson 4 stig, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 3 stig, Bjartmar Halldórsson 2 stig.

Fyrri greinLjóð, hrekkir og glæpir
Næsta greinÞegar kista Páls biskups fannst í Skálholti