Hamar úr leik í bikarnum

Hamar er úr leik í bikarkeppni kvenna í körfubolta eftir tap gegn Grindavík á heimavelli í gær. Lokatölur urðu 74-88.

Gestirnir skoruðu fyrstu sex stigin í leiknum og munurinn varð mestur fimmtán stig í 1. leikhluta, 15-30. Grindavík náði 18 stiga forskoti í upphafi 2. leikhluta en Hamar minnkaðu muninn niður í tólf stig fyrir hálfleik, 39-51.

Grindavík hafði örugga forystu í síðari hálfleik en Hamar saxaði á forskotið í 4. leikhluta. Grindavík vann þó að lokum fjórtán stiga sigur og Hamar því úr leik í bikarnum.

Sydnei Moss var atkvæðamest hjá Hamri með 30 stig, Salbjörg Sævarsdóttir átti fínan leik með 11 stig og 13 fráköst, Kristrún Antonsdóttir skoraði 8 stig, Þórunn Bjarnadóttir og Sóley Guðgeirsdóttir 6, Katrín Össurardóttir og Heiða Valdimarsdóttir 5, Jóhanna Sævarsdóttir 2 og Erika Mjöll Jónsdóttir 1.

Fyrri greinNeitar að kvitta upp á landskipti vegna Syðri-Steinsmýri
Næsta greinVerður væntanlega byggt í Hagalandinu á Selfossi