Hamar tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn

Það var vel fagnað í Hveragerði í kvöld. Ljósmynd/Hamar

Hamarsmenn eru Íslandsmeistarar í blaki karla eftir 3-1 sigur á Aftureldingu í Hveragerði í kvöld. Hamar vann því einvígið gegn Aftureldingu 3-0.

Hamarsmenn unnu fyrstu hrinuna örugglega 25-16. Í annarri hrinu voru uppgjafirnar ekki að hitta hjá heimamönnum og náði Afturelding að kreista fram 25-23 sigur og jafna leikinn. Eftir það var ekki aftur snúið og Hamarsmenn unnu þriðju hrinu örugglega 25-17 og þá fjórðu 25-21.

Það var vel fagnað í íþróttahúsinu í Hveragerði í kvöld þegar Hamarsmenn endurheimtu Íslandsmeistaratitilinn en þetta er í þriðja sinn á fjórum árum sem Hamar verður Íslandsmeistari. Hamar nú handhafi allra titlanna í blaki karla, Íslands-, deildar- og bikarmeistarar, sem og meistarar meistaranna.

Íslandsmeistarabikarinn fer á loft í kvöld. Ljósmynd/Hamar
Fyrri greinBjarg byggir fimm leiguíbúðir á Flúðum
Næsta greinÁrborg deildarbikarmeistari í C-deild