Hamar tók Blika í kennslustund

Hamar vann öruggan sigur á Breiðabliki í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í Frystikistunni í Hveragerði urðu 109-72.

Hamarsmenn voru grimmir í síkninni í fyrri hálfleik og skoruðu 63 stig gegn 40 stigum gestanna. Leikurinn var rólegri í seinni hálfleik en Hamar hafði áfram góð tök á leiknum og jók forskotið smátt og smátt.

Hamar er nú í 5. sæti deildarinnar með 8 stig að loknum sex umferðum.

Tölfræði Hamars: Samuel Prescott Jr. 26 stig/4 fráköst, Bjartmar Halldórsson 19 stig/7 fráköst, Örn Sigurðarson 17 stig/8 fráköst (27 í framlagseinkunn), Þorsteinn Gunnlaugsson 15 stig/11 fráköst, Sigurður Orri Hafþórsson 11 stig, Ármann Örn Vilbergsson 6 stig, Þórarinn Friðriksson 4 stig, Oddur Ólafsson 4 stig/12 stoðsendingar, Stefán Halldórsson 3 stig, Ágúst Logi Valgeirsson 2 stig, Páll Ingason 2 stig.

Fyrri greinFátt um varnir í Iðu
Næsta greinSelfoss og Mílan með sigra – Selfoss í 2. sætið