Hamar tók 3. sætið

Logi Geir Þorláksson skoraði mark Hamars. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar varð í 3. sæti 4. deildar karla í knattspyrnu en liðið sigraði Kormák/Hvöt í úrslitaleik á Leiknisvelli í Breiðholti í dag.

Logi Geir Þorláksson skoraði eina mark leiksins á 23. mínútu og þar við sat en þrátt fyrir hörkubaráttu beggja liða urðu mörkin ekki fleiri. Lokatölur 1-0.