Hamar-Þór úr leik í bikarnum

Hallgrímur Brynólfsson, þjálfari Hamars-Þórs, les sínum leikmönnum pistilinn. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar-Þór er úr leik í bikarkeppni kvenna í körfubolta eftir hörkuleik gegn úrvalsdeildarliði Breiðabliks í 8-liða úrslitum á útivelli í dag.

Breiðablik komst í 21-7 í upphafi leiks og leiddi 33-15 eftir 1. leikhlutann. Eftir það jafnaðist leikurinn nokkuð en Blikar héldu forskoti sínu. Staðan í hálfleik var 57-35.

Munurinn var um og yfir 20 stig í seinni hálfleik, Hamar-Þór átti góða rispu í 3. leikhluta en Blikar lokuðu leiknum af öryggi og sigruðu 101-75.

Astaja Tyghter var öflug fyrir Hamar-Þór í dag, skoraði 30 stig og tók 10 fráköst. Hildur Björk Gunnsteinsdóttir skoraði 15 stig og Lovísa Bylgja Sverrisdóttir 12.

Fyrri greinUngu mennirnir þögguðu niður í Kórdrengjunum
Næsta greinÞórsarar komnir í undanúrslitin