Hamar/Þór úr leik í bikarnum

Hildur Gunnsteinsdóttir skoraði 13 stig. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar/Þór er úr leik í bikarkeppni kvenna í körfubolta eftir 92-72 tap gegn úrvalsdeildarliði Njarðvíkur í hörkuleik í Njarðvík í kvöld.

Fyrsti leikhluti var í járnum en Njarðvík tók af skarið í 2. leikhluta og leiddi 54-35 í hálfleik. Munurinn hélst svipaður í seinni hálfleiknum en Hamar/Þór átti virkilega fína spretti og þær náðu að minnka muninn í átta stig í 4. leikhluta. Nær komust þær sunnlensku ekki og Njarðvík tryggði sér farseðilinn í undanúrslitin.

Aniya Thomas var stigahæst hjá Hamri/Þór með 28 stig og 8 fráköst og þær Hildur Gunnsteinsdóttir og Emma Hrönn Hákonardóttir skoruðu báðar 13 stig, eins og kýpverska landsliðskonan Tijana Raca sem lék sinn fyrsta leik fyrir Hamar/Þór í kvöld.

Fyrri grein„Viðtökurnar hafa farið fram úr öllum væntingum“
Næsta greinÁ annað þúsund manns perluðu í Hörpu