Hamar-Þór upp í 4. sætið

Lið Hamars/Þórs. Ljósmynd/Hamar-Þór Körfubolti

Hamars-Þórs konur lyftu sér upp í 4. sæti 1. deildar kvenna í körfubolta í kvöld með góðum sigri á Tindastóli á heimavelli í Þorlákshöfn.

Leikurinn var jafn framanaf en Tindastóll náði forskoti í 2. leikhluta og leiddi í hálfleik, 28-35. Heimakonur voru fljótar að ná frumkvæðinu í seinni hálfleik og jöfnuðu 40-40 en staðan var 50-51 þegar síðasti leikhlutinn hófst.

Hann var æsispennandi en á lokakaflanum léku leikmenn Hamars-Þórs á als oddi, vörðust vel og skoruðu síðustu þrettán stigin í leiknum.

Fallyn Stephens var allt í öllu í liði Hamars-Þórs, skoraði 36 stig og tók 11 fráköst. Hrafnhildur Magnúsdóttir var sömuleiðis sterk með 15 stig og 8 stoðsendignar og Ása Lind Wolfram skoraði 11 stig og tók 8 fráköst.

Hamar-Þór er nú í 4. sæti deildarinnar með 8 stig, eins og Stjarnan og Tindastóll.

Tölfræði Hamars-Þórs: Fallyn Stephens 36/11 fráköst, Hrafnhildur Magnúsdóttir 15/4 fráköst/8 stoðsendingar, Ása Lind Wolfram 11/8 fráköst, Hildur Björk Gunnsteinsdóttir 4, Helga María Janusdóttir 3, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 2/8 fráköst, Perla María Karlsdóttir 4 fráköst.

Fyrri grein„Mikil þörf á því að konur á Suðurlandi hafi aðgang að úrræði sem þessu“
Næsta greinUngur maður grunaður um nettælingu gegnum tölvuleiki