Hamar/Þór tapaði dýrmætum stigum í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í kvöld þegar liðið heimsótti Ármann í botnslag í Laugardalshöllina. Lokatölur urðu 71-67 í jöfnum en sveiflukenndum leik.
Fyrsti leikhlutinn var jafn og eftir rúmar 8 mínútur leiddi Hamar/Þór 12-15. Þá komu þrettán stig í röð frá Ármanni, sem náði tíu stiga forskoti en staðan í hálfleik var 41-30.
Þær sunnlensku minnkuðu muninn í þrjú stig í 3. leikhluta og í upphafi þess fjórða komust þær yfir, 52-53. Ármann svaraði með tíu stigum í röð og heimakonur náðu svo að verjast öllum áhlaupum Hamars/Þórs í kjölfarið.
Nýr leikmaður Hamars/Þórs, hin argentínska Ana Clara Paz, var stigahæst með 20 stig, Jada Guinn skoraði 19 og Mariana Duran var framlagshæst með 17 stig og 12 fráköst.
Hamar/Þór er á botni deildarinnar með 2 stig en Ármann einu sæti ofar með 4 stig.
Ármann-Hamar/Þór 71-67 (17-15, 24-15, 11-17, 19-20)
Tölfræði Hamars/Þórs: Ana Clara Paz 20, Jada Guinn 19/5 fráköst, Mariana Duran 17/12 fráköst, Jovana Markovic 5/4 fráköst, Matilda Sóldís Svan Hjördísardóttir 3, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 3.

