Hamar/Þór tapaði naumlega gegn Tindastól þegar liðin mættust í botnbaráttu úrvalsdeildar kvenna í körfubolta á Sauðárkróki í gærkvöldi. Stólarnir höfðu tveggja stiga sigur, 80-78.
Tindastólsliðið var ferskara á upphafsmínútunum en um miðjan 1. leihluta sneru þær sunnlensku leiknum sér í vil og staðan var 17-21 að loknum 1. leikhluta. Tindastóll komst aftur yfir um miðjan 2. leikhluta en Hamar/Þór átti góðan kafla í kjölfarið og leiddi 42-43 í hálfleik.
Hamar/Þór byrjaði seinni hálfleikinn mun betur og náði níu stiga forkskoti en í upphafi 4. leikhluta var allt orðið jafnt aftur og leikurinn í járnum eftir það. Þegar tvær mínútur voru eftir kom 9-0 áhlaup frá Tindastóli, sem gerði út um leikinn og tryggði heimakonum sigurinn.
Mariana Duran var stigahæst hjá Hamri/Þór með 20 stig og 7 fráköst en Jada Guinn skoraði 18 stig og tók 8 fráköst.
Eftir átta umferðir er Hamar/Þór enn án stiga á botni deildarinnar en Tindastóll er í 8. sæti með 4 stig.
Tindastóll-Hamar/Þór 80-78 (17-21, 25-22, 18-20, 20-15)
Tölfræði Hamars/Þórs: Mariana Duran 20/7 fráköst/5 stoðsendingar, Jada Guinn 18/8 fráköst, Ellen Iversen 14/10 fráköst, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 14, Matilda Sóldís Svan Hjördísardóttir 6, Jovana Markovic 6/6 fráköst/6 stoðsendingar.

