Hamar-Þór sterkari í seinni hálfleik

Jenna Mastellone (22) var stigahæst hjá Hamri/Þór. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar-Þór vann glæsilegan sigur á Aþenu/Leikni/UMFK í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld, þegar liðin mættust í Austurbergi í Breiðholti.

Leikurinn var jafn á upphafsmínútunum en undir lok 1. leikhluta tók Hamar-Þór sprett sem skilaði þeim tíu stiga forskoti, 13-23. Aþena svaraði fyrir sig í 2. leikhluta en Hamar-Þór hélt forystunni og leiddi 35-42 í hálfleik.

Þær sunnlensku voru sterkari aðilinn allan seinni hálfleikinn og bættu jafnt og þétt við forskot sitt. Hamar-Þór vann að lokum öruggan sigur, 63-80.

Yvette Adriaans var best í liði Hamars-Þórs með 26 stig og 14 fráköst og þær Jenna Mastellone og Gígja Rut Gautadóttir voru sömuleiðis öflugar.

Bestar í liði Aþenu voru Hvergerðingarnir Ása Lind Wolfram og Elektra Mjöll Kubrzeniecka, en í sameiningu skoruðu þær helminginn af stigum liðsins.

Staðan í deildinni er þannig að Hamar-Þór er í 4. sæti með 18 stig en Aþena er í 7. sæti með 12 stig.

Aþena/Leiknir/UMFK – Hamar-Þór 63-80 (13-23, 22-19, 11-18, 17-20)
Tölfræði Hamars-Þórs: Yvette Adriaans 26/14 fráköst/3 varin skot, Jenna Mastellone 19/5 fráköst/3 varin skot, Gígja Rut Gautadóttir 13, Emma Hrönn Hákonardóttir 11/6 fráköst, Hildur Björk Gunnsteinsdóttir 6/5 fráköst, Stefanía Ósk Ólafsdóttir 3, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 2.

Fyrri greinFjölskylduvænar breytingar í Hveragerði
Næsta greinMyndlistarnemar sýna í Listagjánni