Hamar/Þór öruggar á lokasprettinum

Kristrún Ríkey Ólafsdóttir var stigahæst hjá Hamri/Þór með 18 stig og 9 fráköst. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Það tók Hamar/Þór dágóðan tíma að hrista lið Stjörnunnar-b af sér í leik liðanna í 1. deild kvenna í körfubolta í Hveragerði í dag.

Leikurinn var jafn í 1. leikhluta en undir lok hans náði Hamar/Þór 10 stiga forskoti, 30-20. Munurinn á liðunum var lítill framan af 2. leikhluta en með góðu áhlaupi náði Hamar/Þór að auka muninn í 16 stig og staðan var 50-39 í hálfleik.

Þær sunnlensku voru full værukærar í seinni hálfleiknum, Stjarnan-b minnkaði muninn hratt undir lok 3. leikhluta og í upphafi þess fjórða var munurinn kominn niður í eitt stig, 59-58. Þá komu átta stig í röð frá Hamri/Þór og þær litu ekki til baka eftir það og tryggðu sér öruggan sigur, 82-72.

Kristrún Ríkey Ólafsdóttir var stigahæst hjá Hamri/Þór með 18 stig og 9 fráköst, Hildur Gunnsteinsdóttir skoraði 17, Emma Hrönn Hákonardóttir 16 og tók 7 fráköst, Aniya Thomas skoraði 12 stig, tók 9 fráköst og sendi 8 stoðsendingar og Jóhanna Ágústsdóttir skoraði 10 stig.

Hamar er í 3. sæti deildarinnar með 8 stig en Stjarnan-b er enn án stiga í vetur í 7. sæti deildarinnar.

Fyrri grein„Faðmlög og grátur og mikið þakklæti“
Næsta greinKrakkar frá Grindavík boðnir velkomnir á æfingar á Suðurlandi