Lið Hamars/Þórs er komið í undanúrslit bikarkeppni kvenna í körfubolta eftir góðan sigur á Ármanni á útivelli í 8-liða úrslitunum í kvöld, 82-86.
Ármann var skrefinu á undan allan 1. leikhlutann en Hamar/Þór byrjaði 2. leikhlutann á 17-4 áhlaupi og komst í 33-38. Hamar/Þór skoraði svo síðustu sjö stigin í fyrri hálfleik og staðan var 43-54 í leikhléi.
Þær sunnlensku byrjuðu seinni hálfleikinn illa og Ármann jafnaði 58-58. Eftir það var leikurinn í járnum en Hamar/Þór var skrefinu á undan og vann að lokum sætan sigur.
Ana Clara Paz og Jada Guinn voru stigahæstar hjá Hamri/Þór með 26 stig og Jovana Markovic skoraði 16 stig og tók 13 fráköst.
Ármann-Hamar/Þór 82-86 (29-21, 14-33, 21-12, 18-20)
Tölfræði Hamars/Þórs: Jada Guinn 26/8 fráköst, Ana Clara Paz 26/7 fráköst, Jovana Markovic 16/13 fráköst/5 stoðsendingar, Bergdís Anna Magnúsdóttir 9, Matilda Sóldís Svan Hjördísardóttir 5/4 fráköst, Mariana Duran 2/7 fráköst, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 2.

