Hamar-Þór hafði völdin í seinni hálfleik

Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Hamars-Þórs. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar-Þór vann sinn fyrsta sigur í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld þegar liðið fékk Vestra í heimsókn í Þorlákshöfn.

Gestirnir frá Ísafirði byrjuðu betur í leiknum og leiddu í leikhléi, 37-46. Hamar-Þór hafði hins vegar töglin og hagldirnar í seinni hálfleiknum og þær sunnlensku innsigluðu góðan sigur með frábærri spilamennsku í 4. leikhluta. Lokatölur urðu 90-67.

Astaja Tyghter var allt í öllu hjá Hamri-Þór með tröllatvennu, 38 stig og 21 frákast. Hildur Björk Gunnsteinsdóttir var öflug með 13 stig og Hrafnhildur Magnúsdóttir og Gígja Marín Þorsteinsdóttir skoruðu 11 stig og Hrafnhildur sendi 7 stoðsendingar að auki.

Hamar-Þór er nú í 7. sæti deildarinnar með 2 stig.

Tölfræði Hamars-Þórs: Astaja Tyghter 38/21 fráköst, Hildur Björk Gunnsteinsdóttir 13, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 11/4 fráköst, Hrafnhildur Magnúsdóttir 11/5 fráköst/7 stoðsendingar, Gígja Rut Gautadóttir 9, Margrét Lilja Thorsteinson 3, Helga María Janusdóttir 3, Lovísa Bylgja Sverrisdóttir 2, Berglind Karen Ingvarsdottir 4 fráköst.

Fyrri greinHamar og Selfoss töpuðu
Næsta greinJólasleðanum stolið úr nýja miðbænum