Hamar/Þór tapaði stórt þegar liðið heimsótti Hauka á Ásvelli í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í kvöld.
Eftir góða byrjun hallaði hratt undan fæti hjá Hamri/Þór. Þær leiddu 23-27 eftir 1. leikhluta en Haukar náðu forystunni í 2. leikhluta og staðan var 53-46 í hálfleik. Haukur juku forskotið jafnt og þétt í seinni hálfleiknum og sigruðu að lokum 103-77.
Jada Guinn var besti leikmaður vallarins í kvöld en það dugði ekki til. Hún skoraði 37 stig fyrir Hamar/Þór.
Þær sunnlensku eru nú einar á botni deildarinnar án stiga en Haukar eru í 2. sætinu með 6 stig.
Haukar-Hamar/Þór 103-77 (23-27, 30-19, 23-13, 27-18)
Tölfræði Hamars/Þórs: Jada Guinn 37/5 fráköst/5 stoðsendingar, Jovana Markovic 14/5 fráköst, Ellen Iversen 10/16 fráköst, Matilda Sóldís Svan Hjördísardóttir 6, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 5, Bergdís Anna Magnúsdóttir 3, Mariana Duran 2/8 fráköst/8 stoðsendingar.

