Hamar tekur forystuna

Ljósmynd/Guðmundur Erlingsson

Hamar og Afturelding áttust við í kvöld í fyrstu viðureign sinni um Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla.

Þrátt fyrir nokkuð öruggan 3-1 sigur Hamarsmanna, þá vann Afturelding fyrstu hrinuna 18-25. Eftir það tóku Hamarsmenn við sér og unnu næstur þrjár hrinur 25-13, 25-15 og 25-21.

Stigahæstur í liði Hamars var Rafal Berwald með 15 stig en í liði Aftureldingar var Roman Plankib með 19 stig.

Liðin mætast aftur að Varmá í Mosfellsbæ næstkomandi laugardag kl. 14:00 en vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sé Íslandsmeistaratitilinn.

Fyrri greinSkorar á Vegagerðina að koma upp göngubrú
Næsta greinRekstur Árborgar betri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir